The Snorri Björns Podcast Show

By Snorri Björns

Listen to a podcast, please open Podcast Republic app. Available on Google Play Store.


Category: Society & Culture

Open in Apple Podcasts


Open RSS feed


Open Website


Rate for this podcast

Subscribers: 104
Reviews: 2


 Jul 31, 2019


 Dec 15, 2018

Description

Snorri Björns og áhugavert fólk.

Episode Date
#132 - Mari Järsk
02:41:10

Mari er ultrahlaupari sem gerði bakgarðinn frægan þegar hún hljóp 288km fyrr í vor.

Hér fer hún yfir uppeldisaðstæður í Eistlandi, fíkn foreldra sinna, lífið í sveitinni án uppeldis og menntunar, að vera tekin frá foreldrum, SOS barnaþorpin, flutninga sína til Íslands, uppgjör við æskuna, all-in genið og djammið, hvernig hún safnaði/sparaði fyrir íbúð, ultrahlaupin og innkoman í hlaupasenuna hérlendis.

Jun 29, 2022
#131 - Villi Vill
01:59:58

Óskabarn Napólí fer hér yfir stormasaman feril í stúdentapólitík og stjörnulögfræði: lögreglufylgd af fótboltaleik til að halda ræðu á Bessastöðum, ritgerðarmálið sem þurrkaði atvinnutækifærin út af borðinu og neyddu Villa til að flytja á Skagaströnd, Landsréttarmálið og stærsta málsflutningur ferilsins, dómstól götunnar, tattúin, Napólí, Ítalíu og fjölskyldulífið.

Jun 23, 2022
#130 - Reynir Finndal Grétarsson
02:04:47

"Við eigum bara daginn í dag. Það er það eina sem við höfum og hann þarf bara að vera góður. Hver einasti dagur þarf að vera góður."

Reynir seldi fyrirtæki og er í dag fjárfestir sem byggir hús, mokar skít og gróðursetur tré. Hann heldur fjarlægð frá peningum og fær aðra til að sjá um þá fyrir sig. Við ræðum hvernig hann eignaðist margar milljónir sem ungur maður og tapaði þeim öllum, útrás CreditInfo og af hverju Reynir lærði þróunarfræði, mannfræði, grísku og frönsku áður en hann hélt út með fyrirtækið, að fara í stuttbuxur en ekki jakkaföt, sögur frá Kabúl og Teheran, erfiðasta tímabil lífs hans og skömmina sem fylgdi kvíðalyfjunum.

Jun 15, 2022
#129 - Andri Þór Guðmundsson
01:29:58

“Eitt af mínum stærstu markmiðum var að öðlast innri ró. Þú lifir ekki lífinu fyrir aðra, þú lifir lífinu fyrir sjálfan þig. Ég átti pabba sem var alkóhólisti og það er ákveðið átak að brjótast út úr því og taka stjórn á lífinu. Þú þarft stundum að taka erfiðar ákvarðanir og erfiða slagi sem eru sársaukafullir og draga dilk á eftir sér allt þitt líf en þú verður að setja sjálfan þig í fyrsta sæti, það er enginn annar sem gerir það fyrir þig.”

Andri Þór hefur stýrt Ölgerðinni síðustu 20 árin en þegar hann tók við forstjórastarfinu var markaðshlutdeild Ölgerðarinnar 30% á móti 70% samkeppnisaðila og 15% hjá Pepsi á móti 85% Coke. Við ræðum stór og áþreifanleg markmið sem Andri setur fyrirtækinu og sjálfum sér, hvað þarf til að framfylgja sterkum gildum, að leyfa sér að hugsa stórt og setja sér risa markmið, erfiðleika í fjölskyldulífinu, hvernig NOCCO kom eins og stormsveipur inn á koffínmarkaðinn, skortinn á sjálfstrausti og drifið í sköpunargleðinni.

Jun 02, 2022
#128 - Gústi bakari
02:37:12

Ágúst Einþórsson setti á laggirnar Brauð & Co. árið 2016 og kröfur Íslendinga til súrdeigsbrauðs og kanilsnúða breyttust til frambúðar. Margt var í gangi bakvið tjöld vinsælasta bakarís landsins enda Gústi lunkinn í að lenda upp á kant við fólk að eigin sögn. Forsaga og eftirmálar bakarísins eru hér gerðar upp af einum skrautlegasta karakter sem gengur um götur bæjarins, sem rekur nú bakaríið og veitingastaðinn Baka Baka. Í þættinum ræðir Gústi flutningana til Danmerkur til að greiða djammskuldir með gjaldeyrismismun, að komast undir kröfum annarra í Kaupmannahöfn, samningar við stofnun Brauð & Co. og eftirmálarnir við söluna, edrúvandamálin sín, fíkniefnakaup af meðlimum Hells Angels, hvernig 8 ára edrútímabil leið undir lok, í hvað peningurinn fór við sölu hlutarins í Brauð & Co. og fyrst og fremst heiðarleg frásögn af mannlegri vegferð gegnum töp og sigra lífsins.

Mar 30, 2022
#127 Þórður Pálsson - Forstöðumaður fjárfestinga
01:53:09

"Covid niðursveiflan var miklu harðari en ég bjóst við og ég held að niðursveiflan núna sé miklu alvarlegri en nokkurn tímann Covid."

Þórður Pálsson er forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá og fyrrverandi yfirmaður greiningardeildar Kaupþings. Í þættinum er farið yfir breitt svið efnahagsástandsins í dag:

 • Áhrif Covid á hlutabréfaverð
 • Lækkun stýrivaxta og áhrif á markaði
 • Verðbólguspá Þórðar
 • Almenningur vs. fagfjárfestar á hlutabréfamarkaði
 • Gírun í kerfinu
 • Órói og kostir þess að halda á lausu fé
 • Peningaprentun og Seðlabankinn
 • Fasteignamarkaðurinn - getur íbúðarverð hækkað endalaust og erum við í bólu?
 • Rafmyntir
Mar 23, 2022
#126 - Aníta Briem
01:59:15

Aníta var einungis 24 ára gömul þegar hún landaði aðalhlutverki í Hollywood stórmyndinni Journey to the Center of the Earth. Í dag er hún flutt heim og hefur aðra sýn á glansmynd Hollywood-framleiðslunnar. Aníta ræðir agann sem henni tókst að beina í átt leiklistarinnar til að láta drauma sína rætast en á yngri árum kom þessi sami agi henni í lífshættu þegar hún var vistuð á BUGL vegna anorexíu, mikilvægi þess að flytja út, hömlurnar sem hún vissi ekki að hún væri með á sjálfri sér, Werner Herzog, aðdáun samnemenda á pabba sínum og nýjustu myndina hennar: Skjálfti.

Mar 16, 2022
#125 - Erpur Eyvindarson
03:05:39

Þriggja tíma uppistand frá listamanninum Erpi Eyvindarsyni. Kennarasonurinn alinn upp á finnska mátann deilir skoðunum á Könum vs. Finnum, siðareglum mismunandi þjóða (djúpsteikt sushi, Víetnamskar stríðsgildrur og heiðnir siðir), upplestur úr Mein Kampf á afmælishátíð Laxenss (13 ára gamall), einn af þremur Íslendingum dæmdum fyrir að smána erlenda þjóð (Mólotov kokteill + áfengi + bandaríska sendiráðið), Sacha Baron Cohen vs. Johnny Naz, að hætta í skemmtanabransanum og flytja til Svíþjóðar, allt kjaftæðið sem Friðrik Dór hefur þurft að umbera, nauðsynleg edrútímabil og að fá meira út úr sundferðum heldur en Edduverðlaunum.

Mar 09, 2022
#124 - Brynjar Karl
02:56:06

“You can’t make a pig a race horse, but you can make a pretty fast pig” - Þetta hefur alltaf fests með mér, mér finnst svo gaman að þjálfa svín. Mér finnst svo gaman þegar svínin pakka veðhlaupahestunum saman.

 

Brynjar Karl, stofnandi og eigandi Sideline Sports (hugbúnaður notaður af færustu þjálfarateymum heims: NBA, NFL, Bandaríski herinn ofl.), eigandi KeyHabits, meistari í kvíðanum og þjálfari íþróttafélagsins Aþenu.

Brynjar hefur 35 ára starfsreynslu, unnið með herakademíum í Bandaríkjunum, Alþjóða körfuknattleikssambandinu (FIBA) og virtum þjálfurum um allan heim en ákvað að taka erfiðasta verkefni lífs síns að sér á hliðarlínunni: að þjálfa ungar stelpur í körfubolta. Vegferðin og þjálfunaraðferðir Brynjars stinga í stúf og samfélagið situr ekki á skoðunum sínum þegar kemur að börnunum. Börnin eru þá ekki vandamálið í augum Brynjars heldur foreldrarnir og íþróttafélögin - enda fengu kraftar og hugmyndafræði hans óvæntan mótbyr.

Við ræðum tvískiptan feril Brynjars, sem þjálfari og frumkvöðull í ótrúlegu harki í Bandaríkjunum, Sideline Sports, vanviðring samfélagsins á börnum, mannréttindabrotin inní íþróttahúsunum, innihaldslaus hrós foreldra til kvíðna barna, slagsmál stelpna og hvar Brynjar fer á skjön við samfélagið.

Mar 02, 2022
#123 Sölvi Blöndal - forsprakki Quarashi og hagfræðingur ársins
02:01:28

“Ég hafði ekki áhuga á að vera í þessu lífi eina sekúndu í viðbót. Ég ætlaði aldrei að snerta kjuðana aftur og það var svo góð tilfinning. Það er besta tilfinning sem ég hef fengið að hætta í Quarashi.”

Sölvi Blöndal einsetti sér að verða besti trommari í heimi og nýstofnuð hljómsveit hans, Quarashi, var fínasti vettvangur til þess. Quarashi sló í gegn á heimsvísu, komu Jinx á Billborad listann, hituðu upp fyrir Eminiem og Prodigy, túruðu fyrir ofuraðdáendur í Japan en hljómsveitarmeðlimir gátu ekki meir.

Með sína maníu-nálgun á lífið settist Sölvi, þá 30 ára, á skólabekk með íslenskum aðdáendum sínum. Eftir útskrift er hann ráðinn inn í Kaupþing af Ásgeiri Jónssyni, þaðan yfir til Gamma og árið 2017 er hann kjörinn hagfræðingur ársins.

Feb 23, 2022
#122 Rafn Franklín - ábyrgð á eigin heilsu
01:58:44

Rafn Franklín lifir á jaðri heilsueflingarinnar, prófar hluti á eigin skinni og safnar saman í góðan upplýsingabanka sem við flettum gegnum í þessu viðtali.

Umhverfið stýrir lífsstíl okkar í vitlausa átt og það er krefjandi áskorun að vinna gegn því. Við tölum um ákvarðanir okkar og afleiðingar fyrir börnin okkar (epigenetics), kaloríur en skort á næringu, grænmetisolíur, bjagaðar rannsóknir, togstreitu mismunandi matarkúra, healthy user bias, af hverju Rafn velur  hreinan sykur frekar en bakka af frönskum, innmat og fleira.

Feb 17, 2022
#121 - Gerður Arinbjarnardóttir
01:53:00

Gerður er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem er bæði framúrskarandi fyrirtæki og skuldlaust. Hún er ekki hámenntuð í viðskiptum og markaðsfræði, raunar hefur hún hvorki lokið háskóla- né menntaskólagöngu, en hlaut nýverið titilinn Markaðsmanneskja ársins. Aðferðir Gerðar eru einfaldar og 'ghetto'. Hún hefur þurft að hafa fyrir hlutunum, farið í gjaldþrot, verið hrædd við peninga og fundið sig grátandi af óhamingju í nýja Benzinum sínum þegar hún loksins eignaðist þá. 

Feb 09, 2022
#120 - Björn Hlynur Haraldsson
01:46:07

“Ég mætti í viðtal og hraunaði yfir allt, nýútskrifaður pjakkur, sagði að allt væri ömurlegt og að fólk þyrfti að rífa sig í gang. Eldri stórleikarar sögðu við mig: Þú ert bara game over kallinn minn.”

 

Björn Hlynur hefur ekki farið framhjá þér síðustu misseri með stórleik í Verbúðinni, Ófærð, Leynilöggu, The Witcher, Eurovision Song contest og fleiri kvikmyndum. Björn lætur ekki leiklistina nægja, hann skrifar, leikstýrir og rekur einn ástsælasta sportbar landsins á hliðarlínunni.

Feb 02, 2022
#119 Björn Hjálmarsson - sérfræðilæknir á BUGL
01:37:12

Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild, ræðir um  tengslakerfið sem öflugasta vopnið gegn hugrænum þjáningum, hvernig þessar þjáningar birtast okkur í samfélaginu, stirnunarkerfið, lítil hrædd börn í líkömum fullorðinna einstaklinga, sjúkdómsvæðing sorgarinnar og flóttann frá eigin tilfinningum. Björn hefur ekki bara menntun og starfsreynslu á þessu sviði heldur fór hann í gegnum afar erfiða lífsreynslu fyrir 20 árum síðan sem leiddi til nauðungarvistunar á geðdeild.

Jan 26, 2022
#118 - Þorgrímur Þráins
01:49:53

Fáir sem ekki flokkast undir starfsstétt kennara hafa eytt jafn miklum tíma inni í skólastofum landsins og Þorgrímur Þráinsson. Eftir 13 ár af fyrirlestrum innan veggja skóla landsins deilir Þorgrímur fast mótuðum skoðunum sínum á hegðun samfélagsins gagnvart börnum, greiningu á vandamálinu sem skapast og úrræða sem þarf að grípa til.
Þar að auki ræðum við rithöfunda-, blaðamanna- og knattspyrnuferilinn.

Jan 19, 2022
#117 - Guðni Gunnarsson
01:51:44

"Hvað þekkir þú marga sem eru ekki fórnarlömb? Sem eru ekki að ásaka sig eða annan, ásaka ríkisstjórnina, sem eru ekki að réttlæta sína tilvist og afsaka sig? Af hverju? Því það er einhver ávinningur af því að vera fórnarlamb í eigin sögu. Þá geturu réttlætt vanmátt þinn og útskýrt af hverju þú ferð ekki á fætur, af hverju þú drekkur eða borðar svona mikið. Það er bara eitt lögmál: orsök og afleiðing. Ef þú ert að upplifa þjáningu eða vanmátt þá ertu að stórum hluta að valda því sjálfur."

 

Guðni Gunnarsson er lífsráðgjafi og einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í tæpa fjóra áratugi og er m.a. fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi.

Jan 12, 2022
#116 - Jóhannes Ásbjörnsson
01:45:24

Fjölmiðlastjarnan sem var hafnað af LHÍ, fór að vinna í banka, hélt vinnunni í hruninu en sagði sjálfur upp til að opna veitingastað. Jói Ásbjörns hefur komið við á nánast öllum hefðbundnari miðlum og slegið í gegn í þáttum eins og Mono, 70 mínútur, Idol og Wipeout - þrátt fyrir að fjölmiðlarnir voru alltaf hans aukastarf.

Jan 05, 2022
#115 - Baldvin Z
01:52:40

Baldvin Z leikstýrði Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla og nú síðast sjónavarpsþáttunum Svörtu Sandar.

Hann fór ungur fram úr sjálfum sér með hljómsveitinni sinni, Toy Machine, þar sem þeir voru á brún þess að meika það í Bandaríkjunum en klúðruðu málunum í örlaga ríkri ferð sem kenndi Baldvini mikilvæga lexíu út ferilinn: Nobody gives a fuck. Gríðarlega skemmtilegt spjall um kvikmyndaframleiðsu, óþægilega raunverulega handrits- og bakgrunnsvinnu verkefna Baldvins, fjármögnun í bransanum, sjónvarpserían sem listform og hvernig Baldvin gleymdi að minna sig á áðurnefnda lexíu þegar Vonarstræti sló í gegn og hætti alfarið á Facebook til að verjast hrósi og athygli.

Dec 22, 2021
#114 - Dagur B. Eggertsson
01:42:56

Mikið hefur gengið á í Reykjavíkurborg og hjá borgarstjóra hennar síðustu áratugi. Líklegast það súrealískasta kjör Jóns Gnarrs sem borgarstjóra en Dagur lýsir þeirri atburðarrás frá sínu sjónarhorni í þættinum ásamt því hvernig hann ákvað að hrista upp í sjálfum sér og aflæra pólitíska framkomu eftir stórsigur Jóns, hvernig lýðheilsa borgarbúa og borgarskipulag haldast í hendur, læknisfræðimenntun Dags, álagið sem fylgir starfinu, fjölskyldulífinu, sjúkdómnum og seigluna sem þarf til að áorka hlutum í lífinu.

Dec 15, 2021
#113 - Alfreð Gíslason
01:51:20

Núverandi þjálfari Þýska landsliðsins og einn farsælasti handboltaþjálfari sem við Íslendingar eigum. Alfreð Gíslason hefur ekki ennþá komist að því af hverju hann er eins og hann er, áhugi er léleg lýsing á dellunum sem hann fær en metnaðurinn og vinnusemin í bland leiðir hann að ótrúlegum árangri. Sem dæmi tapaði Kiel ekki stökum leik árið 2012 þegar liðið vann Evrópudeildina, urðu Þýskalandsmeistarar þýskir bikarmeistarar - Alfreð var samt ekki sáttur. Þessum metnaði finnur hann ekki bara farveg í handboltanum, hann er forfallin sagnfræðiáhugamaður (og lærður sagnfræðingur), stundar garðrækt (ræktar yfir 170 ávaxtatré og rósartegundir) og ræktar og framleiðir sitt eigið hunang. Garðyrkjuna stundaði hann að krafti með Köru, besta vini, harðasta gagnrýnanda og eiginkonu Alfreðs til rúmlega 40 ára sem féll frá í maí síðastliðnum.

Dec 08, 2021
#112 Kristján I. Mikaelsson - Er verðbólgan að éta upp bestu ár lífs þíns?
02:42:17

Peningar, fasteignir, gull, Bitcoin og Charizard í glansi eru allt sjaldgæfir hlutir en það sjaldgæfasta, og verðmætasta, sem þú munt nokkurn tímann eiga er tíminn þinn. Er skynsamlegt að skipta tímanum þínum, sem þú munt aldrei eignast meira af, fyrir gjaldmiðil sem rýrnar í virði? Hvað ertu að borga fyrir það að kynna þér ekki þín eigin fjármál og hvers virði eru bestu ár lífs þíns?

Kristján Ingi er fyrrverandi formaður rafmyntaráðs og þessi þáttur fjallar um hans sín á hagkerfið, hvaða vandamál rafmyntir leysa, hvort það sé eðlileg krafa að fólk kunni að fjárfesta, af hverju kerfið er sett þannig upp að ég vilji eyða pening og hvort eru fasteignir að hækka í virði eða peningurinn sem þú vannst þér inn að lækka í virði?

Dec 01, 2021
#111 - Máni Pétursson
01:41:34

Harmageddonbróðirinn sem veður í allt og alla en er á sama tíma markþjálfi sem les sjálfshjálparbækur. Máni rekur sögu Harmageddon og vinskap sinn við Frosta sem hófst eftir neyslutímabil og meðferð um tvítugsaldurinn. Einn daginn, reykjandi kannabis, fattaði hann að það mun enginn banka upp á og bjóða honum að meika það. Við ræðum aðskilnaðarkvíðann frá Frosta, hvernig reiðin eftir hrun var eldsneyti Harmageddons, kvíðann og kvíðalyfin, hvernig drullið yfir Frikka Dór endaði með því að Máni gerðist umboðsmaðurinn hans, hvernig Mamma Frikka krafðist þess að Máni umbaði Jón líka og hvernig það er að stjórna útvarpsþætti í þunglyndiskasti.

Nov 24, 2021
#110 Kristján Gíslason - Ekki vera fullkomin, sleppið af ykkur beislinu
03:02:18

Með hvatningarorðum föðurs síns heitins: “aldrei hætta að þora” hefur Kristján Gíslason ýtt sér út af beinu brautinni og ferðast um allan heim, einn síns liðs á mótorhjóli. Eftir mikla farsæld í viðskiptalífinu, vinnustundir myrkranna á milli, litla samveru með börnunum sínum og ofgnótt af veraldlegum hlutum fann Kristján sig á efri árum í leit að einhverju þýðingarmeira en golfi og sportbílum. Hér færðu á einu bretti sögustund úr ævintýralegum aðstæðum og visku sem Kristján dregur af ferðalögum sínum og fólkinu sem verður á vegi hans.

Nov 17, 2021
#109 Matthew Walker - Svefn í skammdeginu, orkudrykkir, koffínneysla og andleg heilsa
01:05:38

Dr. Matthew Walker er prófessor við Berkeley háskóla og sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði.

Fókus þáttarins eru aðstæðurnar sem Íslendingar lifa við, áhrif þessara aðstæðna á svefninn okkar og hvað við getum gert til að jafna leikinn. Gefðu þér klukkutíma til að hlusta á þáttinn áður en þú grípur næsta kaffibolla í svartasta skammdeginu.


Umræðuefni eru meðal annars:

 • Mikilvægi svefns á mismunandi æviskeiðum
 • Koffíndrykkja (kaffi vs. orkudrykkir og hvernig skal hámarka ávinning/lágmarka skaða koffíns)
 • Sólarljós og líkamsklukkan
 • Testesterón og vaxtarhormónar
 • Svefn sem varnarhlið andlegra kvilla (sérstaklega fyrir ungmenni)
 • Af hverju það er álitið leti að vilja sofa lengur
Nov 10, 2021
#108 Gunnar Karl - Vinna, tapa og endurheimta Michelin stjörnuna
01:42:40

Þrátt fyrir að hafa bæði opnað og nefnt B5 er Gunnar Karl líklega þekktastur sem eigandi Dill. Brösótt byrjun staðarins (þar sem eigendurnir lokuðu staðnum nokkur kvöldin og fóru sjálfir út að borða) benti ekki til að þetta yrði eini Michelin staður landsins í náinni framtíð. Gunnar hefur farið víða og bauðst að opna stað í New York. Hann flutti út með 4 barna fjölskyldu og var stuttu eftir opnun búinn að vinna sér in Michelin stjörnu á þeim stað líka - áður en fréttir bárust að Dill hafi misst sína stjörnu sem þýddi að okkar maður flutti heim með stjórfjölskylduna til þess eins að endurheimta stjörnuna.

Hér ræðum við veitingarekstur, sögur af ferli Gunnars, að opna stað í hruninu, hvatann í því að sjá ekki eftir því að láta ekki reyna á hlutina og hvernig Gunnar er aldrei sáttur og passar að staðna ekki í starfi.

Nov 03, 2021
#107 Júlían J.K. - Hvernig skal styrkjast
01:27:51

Júlían er einn af þremur kraftlyftingamönnum sem hafa hlotið titilinn Íþróttamaður ársins og er þar með settur í flokk ásamt Skúla Óskarssyni og Jóni Páli Sigmarssyni. Hann á heimsmet í réttstöðulyftu, vegur 160 kíló og hefur tvöfaldað samanlagðan árangur sinn í kraftlyftingum á síðasta áratugi. Hér finnuru góðan fróðleik um lyftingar, styrkingar, aga, markmiðasetningu og sovésk æfingakerfi.

Oct 27, 2021
#106 Einar Vilhjálmsson - Efling hins megnuga sjálfs
02:02:13

Einar Vilhjálmsson er einn mesti íþróttamaður sem Íslendingar hafa átt. Hann var íþróttamaður ársins árið ’83 ’85 og ’88 og árið 1985 var hann stigahæsti frjálsíþróttamaður heims þvert á allar frjálsíþróttagreinar. Keppnisferill Einars spannar um 220 mót í 22 löndum og hafnaði hann á verðlaunapalli á 200 þeirra.

Við fáum góðar sögur af ferlinum og einnig heimspekilega sýn Einars á lífið um eflingu hins megnuga sjálfs, að spyrja sig og aðra af hverju, hvers vegna er ég að þessu, hvernig er hægt að bæta sig, hvernig hann byggði upp eldmóð fyrir hvert kast (undir gríðarlegri pressu) og að sjálfsöðu hvernig það er að vera eldri bróðir Simma Vill.

Oct 20, 2021
#105 - Hilmir Snær
01:31:38

Leikarinn sem er búsettur í 101 og elskar latte en vill helst verða bóndi. Hilmir Snær er einn af okkar ástsælustu og ræðir hér Fóstbræður og grínið, hestamennskuna, sjómennskuna, flogaveikina og að verða of meðvitaður um sjálfan sig á sviði.

Oct 13, 2021
#104 Arnar Gunnlaugs - Frá Akranesi í Meistaradeildina, gegnum góðæri og gjaldþrot og ástríðan fyrir þjálfun
01:26:53

Skagatvíburarnir Arnar og Bjarki héldust í hendur gegnum fyrri hluta ævinnar: Íslandsmeistarar í badmintoni, Íslandsmeistarar í fótbolta, yngri landsliðin, A landsliðið og atvinnumennskan. Þegar meiðsli enduðu ferilinn var Arnar kominn með nóg af fótbolta og hafði engan áhuga á þjálfun. Viðskiptalífið varð þeirra næsti vígvöllur: skemmtistaður, veitingastaður, fatabúð og fasteignabrask sem gekk vel - þar til allt hrundi. Gjaldþrot var það eina í stöðunni og í leit af nýjum tækifærum bankaði fótboltinn aftur upp á.

Oct 06, 2021
#103 Snorri Magnússon - Örvun hreyfiþroska barna
01:29:41

Það var rækilega skellt á andlitið á honum þegar Snorri Magnússon, sundkennari og þroskaþjálfi, hóf að kenna ungbarnasund hér á landi fyrir 30 árum. Hann ákvað því að kenna sínum eigin börnum en forvitnir foreldrar af fæðingadeildinni fengu að fljóta með. Í dag hefur Snorri kennt rúmlega 7.000 börnum og eftirspurnin svo mikil að nýbakaðir foreldrar þurfa að mæta inntökuskilyrðum og sýna bæði metnað og áhuga til að komast að. Sundkennslan er þekkt um allan heim með milljónir flettinga á vísindarannsóknum og myndböndum af börnum standandi í lófum Snorra á samfélagsmiðlum.

Allt snýst þetta um örvun hreyfiþroska barnanna og Snorri situr ekki á skoðunum sínum þegar kemur að uppeldisaðferðum sem gagnrýna ögrandi umhverfi ungbarna.

 

“Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar það kemur að börnum, ekki neitt. Það hefur allt verið gert áður. Það er bara meira vitað um heilann og þroska hans.”

Sep 29, 2021
#102 Ragnar Jónasson - Milljóna bóka rithöfundurinn í bankageiranum
01:28:45

Ragnar Jónasson labbaði inn í bókaforlag 17 ára gamall bauðst til að þýða Agöthu Christie bækurnar vinsælu. Næstu 15 ár, í gegnum lögfræðinám, störf sem fréttamaður og lögræðingur Kaupþings þýddi hann bækur á hliðarlínunni en það var ekki fyrr en í fjármálahruninu 2008 sem Ragnar, bankastarfsmaðurinn, staldraði við og ákvað að reyna á bókakskrifin. Sú ákvörðun bar ávöxt: 1. sæti í Frakklandi, 1. sæti í Bretlandi, 1. sæti í Þýskalandi, 3 bækur samtímis á top 10 listanum í Þýskalandi og 2 milljónir eintaka seld.

Ekki eins og hann hafi hætt aðalstarfi sínu í Arion banka heldur gefur hann sér tíma á hverjum einasta degi til að skrifa bækur eftir vinnu. Við ræðum leiðina að skrifunum, störfin hans áður, núverandi störf og m.a. vinnu hans með Controlant, viðskiptamódelið á bakvið bókasölu og hvernig fótboltaleikur í Skotlandi kom Ragnari á kortið.

Sep 22, 2021
#101 - Bjarni Benediktsson
01:40:31

Í þættinum ræðum við feril Bjarna fyrir pólitíkina, fótboltann, lögfræðina, námið í þýskalandi og Ameríku, að verða faðir 21 árs gamall, maraþonhlaup og hvernig stjórnarslit komu í veg fyrir Berlínarmaraþonið, hvernig annasamasti maður landsins - áreittur úr öllum áttum - finnur tíma fyrir fjölmörg áhugamálin sín (veiði, skíði, ljósmyndun, blómarækt, kökuskreytingar ofl.) og hleður batterýin í baðkarinu heima bæði morgna og kvölds.

Sep 15, 2021
#100 Martha Ernstsdóttir - Hraðasti hlaupari Íslandssögunnar
01:44:13

Martha Ernstsdóttir er fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa maraþon á Ólympíuleikunum og Íslandsmetin hennar í  5000m 10000m, hálfu maraþoni og heilu maraþoni standa ennþá  - og það nokkuð örugglega. Hér förum við yfir hörkuna sem Martha og langhlauparar búa yfir, feril og yfirburði Mörthu, æfingarnar í snjónum, púlsþjálfun, mjólkursýrumælingar, ofþjálfun, egóið, að gera það sem maður vill og hvernig ÍSÍ kom í veg fyrir að Martha keppti á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að ná lágmarki í þremur (!!!) greinum.

Sep 08, 2021
#99 - Willum Þór Þórsson
01:43:59

“Ég get tekið undir það ég er alveg grjótharður gamli skólinn.”

 

Willum Þór ræsti skólagönguna 5 ára gamall, lék með yngri landsliðum í körfubolta, fótbolta og handbolta ásamt því að leika fyrir meistaraflokk KR í öllum þremur greinunum á sama tíma.

Kennari, þjálfari og alþingismaður af gamla skólanum sem hefur aldrei felt niður kennslu, tekið sér veikindadag frá vinnu og er með 99% mætingu á þingið.

Samnefnarinn í íþróttum, kennslu og pólitík krufinn til mergjar og heimspekilegar pælingar frá hægum manni, að eigin sögn, sem getur þó séð rautt og gengst þá við viðurnefninu Tryllum, að annarra sögn.

Sep 01, 2021
#98 - Anníe Mist
01:48:16

Anníe Mist vann sér inn medalíu á CrossFit Games 2021, 10 mánuðum eftir barnsburð. Ótrúleg frammistaða eftir áratug í sportinu rakin, hugmyndin um að sleppa þessum heimsleikum bara, ákvörðunin að eignast barn, fjárhagur crossfittara, konur eru ekki litlir menn, hvernig konur eiga að nærast/æfa öðruvísi en karlar og margt fleira.

 

Dave Castro, framkvæmdastjóri CrossFit Games:

People are too casual about the fact that Annie has been competing at the CrossFit Games since 2009. Someday, someone will write a book about the dizzying evolution of the sport that has occurred since then.

In the meantime, you can learn everything you need to know by looking at Annie’s stats over the last 13 years—of all the OG competitors she is the only one still competing; a perennial contender in the new era she literally helped create.

 

The physical and mental fortitude required to remain at the top of this sport for so long is hard to comprehend. The relatively short individual careers of Rich Froning (5 years) and Mat Fraser (7 years)—universally regarded as the best ever—provide some perspective. Annie, has outlasted them both.

That she is returning to the Games for the eleventh time just 10 months after giving birth is, if not an outright flex, certainly a message: CrossFit’s original Dottir isn’t done redefining what’s possible.

Aug 25, 2021
#97 Birgir Jónsson - Úr prentnámi og þungarokki í forstjórastólinn
01:44:14

Birgir Jónsson er forstjóri PLAY Air en það er þriðja flugfélagið sem hann starfar fyrir. Rétt orðinn þrítugur var hann kominn í forstjórastól Iceland Express og þar áður bjó hann í Hong Kong sem svæðisstjóri Össur. Atvinnuferill Birgis er áhugaverður í ljósi þess að hann er menntaður sem offset prentari, fór í listaháskóla í London og var þungarokkari. Munurinn á rekstri fyrirtækja og þungarokkshljómsveita er í grunninn ekki mikill og rauði þráðurinn er að vinna með fólki. Hér förum við yfir ferilinn, tímann hans hjá Póstinum, DIMMU, hugmyndina af PLAY Air, hvað gerir Birgi svona góðan í því sem hann gerir og hvernig honum tókst að sannfæra 3 þungarokkara um að koma með sér í sálfræðitíma.

Jul 21, 2021
#96 - Þorsteinn Bachmann
01:55:18

Þorsteinn Bachmann fer með stórleik í þessum þætti. Við útskýringar á aðferðarfræði Chekhov og Stanislavski var hann við það að bresta í grát þáttastjórnandi líka. Við förum yfir hlutverkið hans í Kötlu, hvernig Helgi Björns kickstartaði leikferli Þorsteins og feimnina sem hann þurfti að yfirstíga til að mæta á svið - sem var svo mikil að hann kastaði upp á milli sena.

Jul 14, 2021
#95 Hafsteinn Ægir - Ólympíufari og Íslandsmeistari í sitthvorri íþróttinni
01:59:16

Hafsteinn Ægir Geirsson er einn albesti hjólari landsins. Hann hefur unnið Bláa Lóns þrautina í fjallahjólreiðum 11 sinnum og er sömuleiðis margfaldur Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Ekki nóg með að ná langt í hjólreiðum hefur hann farið á tvenna ólympíuleika í allt annarri íþrótt: siglingum. Hafsteinn segir okkur frá því hvernig hann fann sig í siglingunum sem ungur strákur, hætti í menntaskóla eftir lítinn stuðning frá skólastjóra, flutti til Suður-Frakklands, keppti á tvennum ólýmpíuleikum áður en hann yfirgaf íþróttina til að gerast Íslandsmeistari í annarri. Skiptin á milli íþrótta eiga við einhver rök að styðjast þar sem hann tók styrk í löppum, þrautseigju og brjálað keppnisskap með sér milli íþrótta.

Jul 07, 2021
#94 Ásgeir Jónsson - Seðlabankastjóri Íslands
01:29:15

Ásgeir Jónsson ólst upp í sveit og var illa tekið af samnemendum í grunnskólanum sínum. Hann átti erfitt með tal, var ólæs og lagður í einelti af jafnöldrum sínum. Þegar honum tókst loksins að lesa ákvað hann að fara alla leið í því námi sem hann tæki sér fyrir hendur. Eftir stutta viðkomu í líffræði, læknisfræði, á spítalanum og á sjónum endaði Ásgeir í hagfræði sem leiddi hann í starf aðalhagfræðings Kaupþings og nú Seðlabankastjóra Íslands.

Ásgeir er var um sig og lærði fljótt í sínu starfi hjá Kaupþing að allir vildu vera vinir hans þegar vel gekk en önnur var sagan þegar bankinn hrundi. Í viðtalinu er stiklað á risastóru:

 • Greining á Trump
 • Að finna sér ævistarf sem maður elskar og hvað ungt fólk á að læra
 • Að missa systur sína og átta sig á því hvað hann vildi gera við líf sitt
 • Að taka helmingslaunalækkun og yfirgefa bankageirann
 • Stam sem fötlun og ákvörðunin að þola það þegar fólk horfir á sig
 • Framkoma nemenda og íslenskukennsla á Íslandi
 • Ráðleggingar til fólks varðandi fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi
 • Hvort áhrif stýrivaxta á fasteignamarkaðinn komu Ásgeiri á óvart
 • Ábyrgðin sem fylgir því að vera Seðlabankastjóri
 • "Only the paranoid survive"
 • Kostur og gallar þess að greina allt sem maður gerir í drasl
 • Hvernig hann klæðir sig sem Seðlabankastjóri Íslands og hvað vasaklúturinn táknar
Jun 30, 2021
#93 Ármann Þorvaldsson - Sagnfræðingurinn bakvið fjármálaveldið
01:53:34

Kennarasonurinn úr Breiðholtinu sem æfði badminton, kláraði menntaskólann á 5 árum, mætti ekki á böll og lærði sagnfræði í háskólanum til þess að sinna þeirri köllun sem hann fann hjá sér til að kenna menntskælingum sögu. Allt kom fyrir ekki, Ármann Þorvaldsson rataði inn fyrir dyr Kaupþings sem breyttist úr smáfyrirtæki í langöflugasta og verðmætasta fyrirtæki landsins á skömmum tíma. Sagan endar ekki þar eins og flestir vita, Kaupþing átti sinn hlut í hruninu og við fáum að heyra af þessum uppgangi og endalokum Kaupþings frá Ármanni sjálfum.

Jun 23, 2021
#92 Guðmundur Kristján - Af hverju borgarskipulag skiptir þig máli
02:24:12

Hvar viltu búa og hvað kostar þig að búa þar? Hvar er byggt og af hverju? Af hverju er freistandi að dúndra bara upp nýju úthverfi? Hvað geturu gert fyrir peninginn sem fer í bílinn þinn og hvers virði er tíminn þinn raunverulega? Borgarskipulag hefur víðtæk áhrif og skiptir sköpum þegar kemur að lýðheilsu þjóðar, loftgæðum og umhverfismálum.

Lóðaframboð, blönduð byggð, samgöngumátar, deiliskipulag, þétting byggðar og fleiri erfið, og að ég hélt óspennandi hugtök, eru hér útskýrð á mannamáli af Guðmundi Kristjáni Jónssyni, húsasmiði og skipulagsfræðingi.

Jun 16, 2021
#91 - Elísabet Ronaldsdóttir
01:42:07

Deadpool, John Wick, Contraband, Ófærð, Mýrin og Djúpið - allt eru þetta myndir sem Elísabet Ronaldsdóttir hefur klippt og unnið að. Svo langt hefur hún náð í faginu að hún var valin í Óskarsverðlauna tilnefninganefnd og hlaut Fálkaorðuna fyrir störf sín. Hér ræðir hún upphaf ferilsins, að hlusta á sjálfa sig og standa með sér (hafna blockbuster verkefnum frá Marvel og skila Fálkaorðunni), 4. stigs krabbamein sem hún greindist með í átakanlegri framleiðslu Deadpool 2 og hvernig Ryan Reynolds sjálfur sá til þess að Elísabet fengi bestu krabbameinsmeðferð sem bauðst.

Jun 09, 2021
#90 - Sara Sigmundsdóttir
01:34:06

Sara Sigmundsdóttir fékk þungt högg á hnéð og CrossFit keppnistímabilið þegar hún sleit krossband í mars síðastliðnum. Það dregur þó ekki úr andanum, hún hefur nóg á sinni könnu og snýr sér að grunninum í CrossFit, vinnu með hausinn á sér í samstarfi við sálfræðinga og svokallaðan ‘mental performance coach’, verkefnaskilum í sálfræði, hönnun á fatalínu og fleiri tækifærum sem rata á borð stjörnunnar.

Jun 03, 2021
#89 Hjálmar Gíslason - stofnun fyrirtækja, framkvæmd hugmynda og tækniframþróunin
01:35:21

Hjálmar er tæknifrumkvöðull og stofnandi 5 fyrirtækja. 3 þeirra voru seld með góðum hagnaði og það nýjasta, GRID, lauk nýverið 2 milljarða fjármögnun.

Hjálmar talar um mýkri hliðar fyrirtækjareksturs og frumkvöðlamennskunar, að koma fram þrátt fyrir feimni (í hans tilfelli á fyrirlestri í Hvíta húsinu) og að finna persónulegar ástæður fyrir því sem maður tekur sér fyrir hendur. Einnig förum við yfir lykilþætti og forgangsröðun þeirra þegar kemur að fyrirtækjarekstri og leiðum spjallið inn á áhugasvið Hjálmars: tækni, þróun og fjölmiðlar.

May 27, 2021
#88 - Hannes Þór Halldórsson
02:09:31

Maðurinn sem varði vítið frá Messi og leikstýrði tónlistarmyndbandinu við 5 ár Richter með Nylon. Hannes á ekki hefðbundna sögu atvinnuíþróttamanns sem byrjar ungur að æfa og vex svo í íþróttinni. Íþróttaferillinn vék um tíma fyrir leikstjóraferlinum þar sem Hannes leikstýrði meðal annars Atvinnumönnunum okkar. Í einum þættinum er fylgt eftir Eiði Smára Guðjohnsen og þó enginn viðstaddur hefði trúað því á þeim tíma þá enda leikstjórinn og fótboltagoðsögnin saman sem herbergisfélagar á stærsta íþróttamóti Íslandssögunnar nokkrum árum síðar. Eftir HM flyst Hannes út til Aserbaídsjan en alvarlegt bílslys setti lit sinn á dvölina úti.

May 21, 2021
#87 Hafliði Ragnarsson - Ástríðan fyrir súkkulaði og annar séns eftir heilablóðfall
01:32:12

Það kom líklega keppendum, dómurum og viðstöddum á óvart þegar það kom í ljós að 2. sætið á heimsmeistaramóti í súkkulaðigerð fór til ungs bakara frá litlu bakaríi í Mosfellsbæ á Íslandi og var 0,1% stiga frá sigursætinu - en ekki uppaldra belgískra súkkulaðigerðarmanna.

Hafliði kemur af ættum bakara og ákvað að sérhæfa sig í desert- og súkkulaðigerð. Leiðin til að skara fram úr fólst í því að lesa um fagið í gömlum uppskriftabókum og banka upp á hjá Jóa Fel og fá hann til að kenna sér.

Á umfangsmiklum og stórskemmtilegum ferli fékk Hafliði alvarlegt heilablóðfall og var sendur til Svíþjóðar í 8 klukkustunda aðgerð. Þrátt fyrir annað tækifæri til að snúa blaðinu við gerði Hafliði ekki mikið í sínum málum fyrr en nú, áratug síðar.

Apr 28, 2021
#86 Hrefna Sætran - fine-dining og pizzur, kraftlyftingar og yoga, ballett og hip-hop
01:33:03

Það sem þið vissuð líklega ekki um Hrefnu Sætran er að hún er margfaldur Íslandsmeistari í dansi, Kundalini yogakennari, æfir kraftlyftingar, stundar laxveiði, er mikill hiphop-haus og elskar taco og Japan.

Hún er hins vegar betur þekkt fyrir að reka tvo flottustu veitingastaði í Reykjavík: Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn ásamt Skúla Craft Bar.

Apr 21, 2021
#85 Veigar Margeirsson - Framúrskarandi í Hollywood
02:05:19

Veigar flutti ungur til Bandaríkjanna til að stunda tónlistarnám. Fljótlega fann hann sig fremstan meðal jafningja í suðupotti kvikmyndaframleiðslu heimsins: Hollywood.

Veigar semur tónlist fyrir stiklur (e. trailer) vinsælustu bíómynda heims, þar á meðal Star Wars, Batman Begins, Lord Of The Rings, The Joker og hefur gerst svo lánssamur að vinna með Steven Spielberg fyrir Ready Player One.

Á meðan ferillinn hans Veigar er draumi líkastur hefur mótlæti og áföll einkennt einkalíf hans og fjöskyldunnar en Veigar og konan hans misstu barn ung að aldri og nýlega gekkst hann undir aðgerð þar sem hann gaf konunni sinni nýra.

Lífsglaður, almennilegur og einstaklega vandaður maður sem margt er hægt að læra af.

Apr 14, 2021
#84 Hlynur Andrésson - Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun
01:40:25

Hlynur Andrésson er margfaldur Íslandsmethafi í hlaupum, það kann að koma á óvart þar sem Hlynur fékk styrk til að stunda nám og æfa körfubolta í Bandaríkjunum en tók þátt í víðvangshlaupi sem hann vann óvænt og hefur síðan þá slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru - ásamt því að ljúka BS og Master í krefjandi líffræðinámi Bandaríkjanna.

Apr 07, 2021
#83 Kristrún Frostadóttir - Hvað er að gerast í hagkerfinu og af hverju?
02:29:46

Fyrri hluta þáttar fáum við að heyra um vegferð Kristrúnar í gegnum Boston University, Yale og hvernig hún vann sig inn og upp stigann hjá Morgan Stanley, einum stærsta fjárfestingabanka heims. 

Síðari hluti þáttar er ótrúlegt samspil hagræðiþekkingar Kristrúnar og fáfræði minnar.  Við förum yfir stöðu hagkerfisins í dag, hvað seðlabankinn gerir, hvernig ákvarðanir seðlabankans hafa áhrif á  þig, stýrivextir, hvað lágvaxtaumhverfi þýðir, fasteignaumhverfið, peningaprentun, verðbólgu og af hverju allir eiga bitcoin og bréf í Icelandair á sama tíma og það er kreppa og atvinnuleysi.

Mar 24, 2021
#82 Tryggvi Þorgeirsson - Gestakennari hjá Harvard og MIT í behavioral economics og forstjóri Sidekick Health
01:34:45

Tryggvi Þorgerisson er læknir með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Harvard og gestakennari í Harvard og MIT í atferlishagfræði (e. behavioral economics), þar sem spurningunni um af hverju við gerum það sem við gerum er svarað. Hann er forstjóri Sidekick Health sem beitir sér fyrir fyrirbyggjandi nálgun á heilbrigðisþjónustu með notkun leikjavæðingar og atferlisfræðanna. Sidekick fékk nýverið 3 milljarða króna fjárfestingu og starfar m.a. með Pfizer og einu stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna.

Mar 17, 2021
#81 Yrsa Sigurðardóttir - Metsöluverkfræðingurinn á Kárahnjúkum
01:39:03

Þegar engar góðar barnabækur voru í boði fyrir börn Yrsu tók hún sig til og skrifaði eina slíka sjálf. Nokkrum árum seinna, starfandi sem verkfræðingur, finnur hún tíma aflögu á þáverandi vinnustað sínum, Kárahnjúkum, og hristir fram handritið af Þriðja tákninu til þess að stimpla sig inn sem vinsælasta rithöfund landsins.

Yrsa fer hér yfir þörf mannsins til að skapa eitthvað, efann sem læðist að sköpurum, að fara upp á við en ekki niður, hvernig verkfræðiheilinn hjálpar við handritagerð, af hverju hún heldur áfram að starfa sem verkfræðingur þrátt fyrir fjárhagslegan stöðugleika í skrifunum og bölvunina sem fylgir því að horfa á sjónvarpsefni og fatta plottið strax.

Mar 10, 2021
#80 Una Emilsdóttir - Eiturefnin sem þú borðar og berð á þig
02:42:40

Una Emilsdóttir, læknir og eiturefna-aðgerðasinni, vopnar hér hlustendur með upplýsingum um skaðsemi efna í umhverfi okkar sem við innbyrðum, bæði meðvitað og ómeðvitað. Útsetning þessara efna hefur varanleg áhrif á lífsgæði og líkama okkar en

Una snýr umræðunni einnig í áttina að fóstrum í móðurkviði. Lausnin felst í því að losa sig við þessi eiturefni og hjálpa líkamanum eftir fremsta megni að starfa eðlilega í stað þess að bera á sig eða innbyrða hormónatruflandi efni.

Mar 03, 2021
#79 Siggi Ragnarsson - hvað getur þú lært um heilsu af besta þríþrautarmanni landsins?
02:10:50

Hvers vegna er það að hamla þér að taka of mikið á því? Hvernig veistu hvort líkaminn sé úthvíldur eða útkeyrður? Er grunn og ör öndun að halda aftur af þér? Hvernig eykuru hlutfall fitubrennslu á móti kolvetnabruna í líkamanum og af hverju skiptir það máli?

Sigurður Ragnarsson er útpældur og ofurþjálfaður íþróttamaður með verkfræðilega nálgun á sína íþrótt. Þegar maður setur 25-30 klukkustundir á viku í æfingar er eins gott að tímanum sé vel varið. Siggi hefur bestað ferlið og fer hér yfir heilsutengda hluti sem almenningur getur nýtt sér til að auka hreysti, langlífi, úthald og almenna heilsu.

Árangurinn leynir sér ekki, Siggi hefur verið valinn þríþrautarmaður ársins síðustu 3 árins ásamt því að vera bikar- og Íslandsmeistari. Besti árangur hans í atvinnumannaflokki í hálfum IronMan er 8. sæti í Finnlandi 2019 á tímanum 4 klst og 3 mínútur.

Þið finnið Sigga á Instagram @sigurdurragnars_tri og fyrir upplýsingar um þjálfun á Facebook.com/srthjalfun

Feb 24, 2021
#78 - Tolli Morthens
01:20:32

Tolli vann sem skógarhöggsmaður og á sjó þegar hann ákvað að láta reyna á myndlistina fyrir fullt og allt. Eftir að halda sýningu inn á kaffistofu dekkjaverkstæðis og selja myndir fyrir meira en árslaun sín lofaði hann sér að hafa í sig og á gegnum myndlistina það sem eftir er. Nú 30 árum síðar heldur Tolli enn í loforðið og ver bæði tíma sínum og orku í að hjálpa þeim sem minna mega sín að finna leiðina að bata í gegnum hugleiðslu og núvitund.

Feb 17, 2021
#77 Ólafur Jóhann Ólafsson - Rithöfundurinn sem lærði eðlisfræði og bjó til PlayStation
01:48:48

Ólafur Jóhann dúxaði bæði Menntaskólann í Reykjavík og Brandeis Univeristy í Boston. Útskrifaður sem eðlisfræðingur fékk hann vinnu hjá Sony og var fljótlega kominn í aðstoðarforstjórastöðu innan fyrirtækisins, þá 28 ára gamall. Vinnandi samhliða Bill Gates og Steve Jobs í tæknihasarnum í Kísildal kom Ólafur saman teymi sem kynnti á markað byltingu á tölvuleikjamarkaði: PlayStation.

Sjálfur lætur hann fjarstýringarnar í friði og sest niður eldsnemma morguns til skrifta. Samhliða gríðarlega krefjandi starfi hjá Sony og seinna meir Time Warner (HBO, CNN, Cartoon Network, Warner Bros, Time…) hefur Ólafur starfað sem rithöfundur og gefið út fjölda bóka - nú síðast skáldsöguna Snerting.

 

Jeffrey L. Bewkes, þáverandi framkvæmdastjóri Time Warner:

“I’ve read all of Olaf’s books, and I’m frankly amazed that a guy who I rely on during the day to structure complex digital deals and identify international business opportunities can create novels with such rich characters and intricate plotlines.”

Dec 09, 2020
#76 Haraldur Þorleifsson - Úr heimspeki og hagfræði í hönnun fyrir Apple, Google og tæknirisana í Kísildal
01:36:40

Haraldur Þorleifsson menntaði sig í viðskiptafræði, hagfræði, heimspeki og þróunarfræði en fór svo út til New York til að starfa sem hönnuður. Drykkjuvandamál leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi svo hann kom heim til þess eins að drekka meira. Þrátt fyrir drykkjuna tókst Halla að fá vinnu hjá DeCode og CCP og landa erlendum kúnnum á borð við Google. Hann ákvað að sjá hversu miklu hann kæmi í verk ef hann sleppti áfenginu og þénaði í kjölfarið milljón dollara á einu ári meðan hann ferðaðist um heiminn og hannaði fyrir tæknirisana í Kísildal. Þetta var grunnurinn að vefhönnunarfyrirtækinu Ueno sem hefur náð ævintýralegum vexti síðustu árin og þénað meira en 2 milljarða. Halli hefur á sama tíma þurft að takast á við persónuleg áföll gegnum allt sitt líf. 11 ára gamall missti hann móður sína í bílslysi og 25 ára gamall byrjaði hann að nota hjólastól vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Hann talar opinskátt um reynslu sína af áfengi, þunglyndislyfjum, sigrunum og ósigrunum í áttina að því að vinna fyrir fyrirtæki eins og Apple, Facebook, Twitter, PayPal, Google, WalMart og uppbyggingu Ueno.

Dec 02, 2020
#75 - Jón Arnór Stefánsson
02:12:16

Jón Arnór ruddi brautina í íslenskum körfubolta. Var valinn inn í landsliðið 17 ára gamall, komst inn í NBA deildina rétt rúmlega tvítugur og hefur spilað í þremur sterkustu deildum í heimi.

Jón hefur spilað fyrir lið um allan heim og gefur okkur meðal annars innsýn í lífið í Rússlandi þar sem mis-löglegir atburðir áttu sér stað og stjörnulífið í Róm þar sem hann og Totti prýddu Nike auglýsingar á torgum bæjarins. Lífið snerist samt um meira en peninga og á hápunkti ferilsins ákvað Jón að koma aftur heim sem var mikið gæfuspor í hans lífi.

Nov 25, 2020
#74 Héðinn Unnsteinsson - Stefnumótunarsérfræðingur og formaður Geðhjálpar
02:10:06

Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur hjá Forsætisráðuneytinu, formaður Geðhjálpar, hann starfaði fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO, átti frumkvæði að Geðorðunum 10 sem prýddu ísskápa landsins hér á árum áður og hefur undanfarin 25 ára starfað að geðheilbrigðismálum almennt. Hann hefur sína reynslu af þessum málum og skrifaði bókina Vertu Úlfur um eigin reynslu af geðheilbrigðiskerfinu.

Nov 18, 2020
#73 Jóhann Ingi Gunnarsson - Viðtalið sem þú þurftir að heyra
02:00:48

Jóhann Ingi Gunnarsson er sálfræðingur að mennt en breytingastjóri að eigin sögn. Hann er maður margra hatta: þjálfar stjórnendur og fólk í ábyrgðarstöðum (afreksfólk í íþróttum, forstjóra, pólitíkusa…), heildsali á daginn, handboltaþjálfari, kennari, fyrirlesari og faðir.

Sjálfur á Jóhann framúrskarandi feril sem handboltaþjálfari en hann tók m.a. við handboltalandsliðinu aðeins 23 ára gamall og fór svo sem sálfræðingur liðsins til Beijing 2008.


Í þessum þætti förum við yfir lykilatriði lífs einstaklingsins, ef svo má að orði komast. Jóhann leiðist meðalmennska og starfar við að hjálpa fólki að skara fram úr, laga hjónabönd, leiða fólk upp úr kvíða, depurð og þunglyndi og hafa gaman af lífinu almennt.

Reynslan hans markast ekki bara af fyrri störfum, Jóhann og konan hans eignuðust fatlaðan dreng sem mótaði lífsviðhorf þeirra til framtíðar.

Nov 11, 2020
#72 Bogi Nils - Forstjóri Icelandair
01:27:09

Bogi Nils, forstjóri Icelandair hóf störf hjá Icelandair rétt eftir fjármálahrunið 2008. Hrunið var ekki eina brekkan sem Icelandair átti eftir að klífa: eldgosið í Eyjafjallajökli, kyrrsetning MAX vélanna, samkeppnin við WOW air og nú síðast heimsfaraldurinn Covid.

Það hefur nýst Boga vel að vera vinnusamur síðustu mánuði, enda með reynslu af næturvinnu í síldinni á Eskifirði í æsku.

Nýlega lauk fyrirtækið vel heppnuðu hlutafjárútboði en þar bættust við 7.000 nýir hluthafar. Bogi talar hér um hvernig það er að reka flugfélag í heimsfaraldrinum sem varð þess valdandi að fyrirtækið flaug 3% af leiðarkerfum sínum í september síðastliðnum ásamt því að fara yfir eigin feril.

Nov 04, 2020
#71 - Sirrý Arnardóttir
01:56:10

Fjölmiðlakona til 30 ára, stjórnendaþjálfari, háskólakennari og rithöfundur. Sirrý hefur komið víða við og kennir fólki örugga tjáningu, samskipti og fjölmiðlafærni frá eigin reynslu og framhaldsnámi sem hún sótti hjá bandarískri samsteypu. Hún sagði upp föstu starfi í fjölmiðlum, bjó sér til tækifæri og starfar sjálfstætt í dag.

Oct 28, 2020
#70 Gísli Matthías - Á heimsklassa í Vestmannaeyjum
02:05:14

“Gísli, hvað ertu að gera í Eyjum þegar þú getur komið til Reykjavíkur og orðið ríkur.”

- "Ég er í Vestmannaeyjum, þetta er einn af fallugustu stöðum í heimi. Ég er með veitingastað þar sem get gert hvað sem ég vil. Ég á 4 börn og konu sem ég elska út af lífinu... ég held ég gæti bara ekki verið ríkari. Þó svo að Slippurinn sé ekki að skila einhverjum peningum þá bara skiptir það ekki máli - hvað vill maður gera við peninga?"

 

Gísli Matthías fór á sjóinn til þess að átta sig á því að hann langaði aldrei þangað aftur. Hann vann við framkvæmdir á veitingastað þegar einn daginn mætti ekki uppvaskari. Gísli hljóp í hans skarð og fann sig allt í einu á 16 tíma kokkavöktum, takandi fyrstu skrefin í áttina að því að verða einn besti kokkur landsins. Hann opnaði Slippinn, veitingastað í Vestmannaeyjum, á sumrin og safnaði sér pening sem hann eyddi svo á veturna til að læra af bestu kokkum heims á þriggja Michelinstjörnu veitingastöðum í New York og elda fyrir milljarðarmæringa í skíðaskálum.

Oct 21, 2020
#69 - Sólrún Diego
01:43:54

Sólrún Diego nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hún fjallar um þrif, hagnýt húsráð, skipulag og lífsstíl almennt.

Oct 14, 2020
#68 Lukka Pálsdóttir - fita, kolvetni, offita og sykursýki
01:38:58

Lukka Pálsdóttir útskýrir hvernig okkur mistekst að ná tökum á offitu og heilbrigði með því að berjast við hungrið: borða minna og hreyfa okkur meira. Af hverju hormónar vega meira en kaloríur. Hvernig fitusöfnun á sér stað og hvernig við getum snúið baki í bólgur, sykursýki, offitu og aðra langvinna sjúkdóma (vísbending: hættu að borða sykur).

Oct 07, 2020
#67 - Evert Víglundsson
02:09:26

Evert Víglundsson, meðeigandi og stofnandi CrossFit Reykjavík, mættur aftur með lífskraftinn og Chihuahua hundinn Ronju með sér.

Sep 30, 2020
#66 - Friðrik Dór
01:54:32

“Miðað við hvað fólk hataði þetta þá seldist fyrsta platan bara fínt” sagði Friðrik Dór um móttökurnar sem hann fékk við skrefi sínu inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2009. Rúmlega áratug síðar er hann einn vinsælasti tónlistarmaður, skemmtikraftur, dagskrágerðarmaður og skyndibitaunandi landsins.

 

Ef þig langar að styrkja þáttinn um örfáa hundraðkalla á mánuði er vel tekið á móti þér á www.patreon.com/snorribjorns

Sep 23, 2020
#65 - Bogi Ágústsson
01:12:03

Þjóðin hefur boðið Boga Ágústssyni, starfsmanni RÚV til 43. ára, inn í stofu til sín síðustu áratugina. Hér ræðum við þróun fjölmiðla, íþróttayfirburða Finna, hlaðvörp, eftirminnilega vinnudaga, akademísk vinnubrögð og heppnina að lenda í starfi sem maður hefur áhuga á.

 

Smelltu hér til að fá aðgengi að þáttunum á undan öðrum/aðgang að aukaefni/styrkja þáttinn.

Sep 16, 2020
#64 Helgi Rúnar Óskarsson - Forstjóri 66° Norður
02:33:15

Helgi Rúnar Óskarsson fór víða áður en hann tók við einu elsta og verðmætasta vörumerki Íslands og gjörbreytti rekstri þess.

Eftir menntaskóla fékk hann draumastarfið á Bylgjunni sem útvarpsmaður og sá meðal annars um fyrsta vinsældarlista Bylgjunnar. Hann vissi samt að hann vildi fara út í sinn eigin rekstur og eftir nám í Bandaríkjunum opnar hann Subway í Danmörku, aðeins 28 ára gamall. Reksturinn var Helga vonbrigði en hann tekur við Dale Carnegie á Íslandi í kjölfarið og notar aðferðafræðina sem þar er kennd til að loka á efasemdirnar um sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust aftur. Hann og konan hans selja svo heimilið sitt til að fjármagna kaupin á 66° Norður og Helgi tekur við sem forstjóri fyrirtækisins árið 2011, en frá 2011 til 2018 tvöfölduðust tekjur 66° Norður.

 

Helgi er með ótrúlegan drifkraft, en hann setti sér til dæmis markmið aðeins 25 ára gamall að hann ætlaði sér að verða 100 ára gamall (sem þótti ekki algengt á níunda áratugnum) og er með líftstíðarsamning við sjálfan sig um að hreyfa sig alltaf, sama hversu brjálað er að gera. Hann er vel að sér í fræðum tengdum hreyfingu, heilsu, uppeldi, rekstri og les sér til um allt það sem kveikir áhuga hans. Einstaklega hvetjandi spjall fyrir alla þá sem vilja skora á sjálfa sig og ná árangri.

Sep 09, 2020
#63 Þorsteinn Friðriksson - Plain Vanilla, TeaTime Games og mistökin í átt að árangri
01:46:28

Þorsteinn Friðriksson rekur söguna á bakvið það að stofna fyrirtæki án hugmyndar, ris Plain Vanilla og spurningaleiksins sem sigraði heiminn; Quiz up, fallið og gjaldþrotið sem fylgdi, að gefast ekki upp þegar maður er staddur á botninum, söluræðurnar sem söfnuðu milljöðrum frá fjárfestum, tímann í Oxford, TeaTime Games, að ná á toppinn aftur og hlutverk BT-músarinnar í sínu lífi.

Sep 02, 2020
#62 Vera Illugadóttir - Í ljósi sögunnar
01:17:19

Vera Illugadóttir er flestum hlaðvarpshlustendum kunnug, allavega röddin hennar. Í þáttunum sínum skoðar Vera hryðjuverkaárásir, heimsfaraldra, fjársvikamál, raðmorðingja og fleiri viðfangsefni sem hörðustu aðdáendum þykir gott að sofna við - í ljósi sögunnar.

Í þáttunum er farið víða en það hefur Vera sömuleiðis gert: Sýrland, Jemen, Líbía, Egyptaland og fleiri mið-austurlönd á ferðalagi með ömmu sinni leiddu hana á endanum í BA nám í arabísku.

Jul 16, 2020
#61 - Guðjón Valur #9
02:26:47

Handboltageitin Guðjón Valur Sigurðsson. Maðurinn sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark 20 ára gamall og leggur skóna á hilluna 20 árum seinna sem leikmaður PSG, eins besta handboltaliðs heims, markahæsti landsliðsmaður í heimi og fyrirliði íslenska landsliðsins.

Jul 01, 2020
#60 - Guðni Th.
01:10:03

Guðni Th. í stórskemmtilegu spjalli um hlaupaferilinn, hraunið í Vestmannaeyjum, Oxford, ævisögu (í óþökk) Kára Stefánssonar, sáttarfundi þeirra í London, lýðheilsu, geðheilsu, líkamlega heilsu og hvernig við getum og eigum að hafa áhrif á eigin örlög.

Jun 24, 2020
#59 - Jói Fel
01:28:51

Bekkpressa og kökuskreytingar. Skotveiði og listmálun. Skrifblinda og metsölubækur. Harður og mjúkur í einum manni: Jói Fel.

May 27, 2020
#58 Hreggviður Jónsson - Úr frystihúsinu á Djúpavogi yfir í 20 milljarða veltu
01:42:08

Hreggviður Jónsson fæddist á Þórshöfn, 350 manna bæ á Langanesi. Hann tók virkan þátt í raunhagkerfinu: vann í fiski, fór á sjó og var verkstjóri í frystihúsinu á Djúpavogi aðeins 19 ára gamall.


Úr Samvinnuskólanum á Bifröst fer hann í Harvard Business School og er fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast þaðan. Eftir nám gegnir Hreggviður ýmsum störfum fyrir meðal annars McKinsey í Stokkhólmi og öðrum forstjórastörfum hérlendis.


Hann endar á því að segja upp sem forstjóri Stöð 2 og gengur út í launalaust atvinnuleysið með skýrt markmið um að fara út í eigin rekstur. Sá rekstur velti 20 milljörðum í fyrra.

May 20, 2020
#57 - Einar Carl & Helgi Freyr
02:09:56

Helgi Freyr gafst upp á hreyfingu eftir að slíta á sér báða nárana tvisvar sinnum. Hann ákvað í staðinn að taka doktorsgráðu í eðlisfræði sem fylgdi 8 tímar á dag af skóla og 8 tímar af tölvuleikjum. Mikilli kyrrsetu fylgdu heilsukvillar en á sama tíma fylgdu allri hreyfingu miklir verkir. Í leit að lausnum kynntist Helgi Einari Carli sem sjálfur hafði leitað leiðarinnar að almennri heilsu og eðlilegri hreyfigetu eftir að fimmbrjóta á sér bakið í snjóbrettaslysi. Í dag eiga þeir og reka Primal Iceland og kenna þar allt sem viðkemur andlegu og líkamlegu heilbrigði: streitustjórnun, hreyfiflæði, réttir hreyfiferlar, öndunaræfingar og handstöður.

May 13, 2020
Hringt og svarað 04 - Bergur Ebbi, Tryggvi Hjaltason
01:53:09

00:00 - Inngangur og hringt í vin

13:58 - Bergur Ebbi/Dimitri Martin Kournikov (???), tennis, fótbolti, misþröngir búningar, Woody Harrelson vs. David Beckham og vídjóið sem eyðileggur mannorð Bergs en skýtur syni hans upp á stjörnuhimininn.

1:16:35 - Tryggvi Hjaltason, nýsköpun og sóknartækifæri, ofurheilsa og jákvæð áhrif öldrunar.

May 01, 2020
#56 - Sveppi Krull
01:30:04

Sveppi fokking Krull og ekki orð um það meir.

Apr 15, 2020
Hringt og svarað 03 - Arnar Péturs, Anníe Mist, Halla Tómasdóttir
01:30:58

0:00 - Inngangur og hringt í vin

10:40 - Arnar Pétursson: Rotterdam maraþonið, hérað með selfie-stöng og fyrstu skref í hlaupunum.

50:51 - Anníe Mist: Áhrif óléttunnar á vinnutækið, hvað verður um six-packið og meðgönguleikfimin.

1:11:16 - Halla Tómasdóttir: Í auga stormsins, tækifæri í krýsunni, góðar og slæmar ákvarðanir stjórnenda.

Apr 10, 2020
#55 Laddi - feimni, minnimáttarkennd og martröðin við að koma fram
01:16:39

Laddi segir söguna af því hvernig húsgagnasmíði og málarahæfileikar komu honum í sjónvarp og hvernig hann gerði sína verstu martröð, að koma fram fyrir framan hóp af fólki, að atvinnu sinni.

Apr 08, 2020
Hringt og svarað 02 - Gauti Grétars og eldræðan, hringt í fyrrverandi yfirmann og 10 daga silent retreat
01:35:09

Gestir: Gauti Grétarsson, Baldur Kristjánsson, Bergþór Másson

00:00 - Inngangur og hringt í vin.

 

07:14 - Gauti Grétarsson er sjúkraþjálfari til 35 ára og veit manna best að sjúkraþjálfunaræfingar eru ekki sexý. Hann hefur þó gert þetta nógu lengi til að vita að grindarbotnsæfingar, djúpvöðvaæfingar og samhæfingaæfingar virka og sporna við öldrun líkamans. Ekki nóg með að kyrrsetan skerti hreyfigetu og rýri okkur þá eigum við í hættu á að klemma taugar sem hamla djúpri og heilbrigðri öndun.

 

33:13 - Baldur Kristjánsson, fyrrverandi yfirmaður minn og sá aðili sem kynnti mig fyrir Instagram. Við ræðum fyrstu dagana á gramminu og tilfinninguna sem fylgdi því að fá meira en 10 like, ferðalagið hans hringinn í kringum heiminn, ferðalag föður hans hringinn í kringum heiminn (Kristján Gíslason - þáttur #33) og ljósmyndasýninguna sem hann heldur úti í Instagram Stories þessa dagana.

 

59:25 - Bergþór Másson, umboðsmaður ClubDub, Bríetar og Birnis, heldur úti tveimur hlaðvörpum: Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Hann fór í S-Ameríku reisu og sótti svokallað silent retreat þar sem hann sagði ekki orð og hugleiddi í 10 daga.

Apr 03, 2020
#54 - Helgi í Góu
01:04:54

Maðurinn sem byggði upp viðskiptaveldi á karamellum og djúpsteiktum kjúkling - allt eftir kl. 17:00.

Apr 01, 2020
Hringt og svarað 01 - 90% færri borðapantanir, innlyksa bóndi með mörg læk, Filippseyjar, Suðurnes og lýðheilsa í samkomubanni
01:30:14

Gestir: Jón Jónsson, Sara Sigmunds, Indriði Aðalsteinsson, Halla Margrét Bjarkadóttir, Sindri Jensson, Stebbi Hilmars.

 

 • 0:00
  Inngangur - Fyrirkomulag og hringt í vin.
 • 04:04
  Sara Sigmundsdóttir - Cortisol og cravings í samkomubanninu.
 • 16:08
  Sindri Jensson - 13% fita en 5kg þyngri!?! Afföll í borðapöntunum og aðþrengingar í rekstri, þó engin skortur á lífsgleði.
 • 29:25
  Halla Margrét, fréttamaður þáttarins á vettvangi í Danmörku - Rafræn útskrift, Filippseyjar og bensín á eld neikvæðninnar í samfélaginu.
 • 45:48
  Indriði Aðalsteinsson - Heimsendingarþjónusta Landhelgisgæslunnar, vinnureglur í sveitinni, hvernig fær maður mörg læk og hvað einkennir góða vísu?
 • 59:52
  Jón Jónsson - Instagram tónleikahaldari og fyrrverandi framtíðar Boston Marathon þátttakandi. Árangur = hraðir skór og aumar hendur.
 • 01:20:10
  Stebbi Hilmars - COVID, íslensk tunga og Draumur um Nínu.
Mar 25, 2020
#53 - Dr. Erla Björnsdóttir, svefn- og sálfræðingur
01:14:24

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og svefnsérfræðingur. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Í þessu spjalli tengjum við svefninn saman við líkamlega og andlega heilsu og förum yfir það hvernig þetta veltur allt saman á hvort öðru og býr til gott jafnvægi eða það sem verra er, algjöran vítahring.

Feb 10, 2020
#52 Tryggvi Hjaltason - 200 ára: föstur, stress, skilvirkni, hugarfar, herinn og trú
02:17:20

Tryggvi Hjaltason ætlar sér að verða 200 ára. Til þess rígheldur hann í trúnna, fastar í allt að 10 daga og lágmarkar allt stress í lífi sínu. Tryggvi starfar sem Senior Strategist hjá CCP þar sem hann hefur aðgang að verðmætur og gríðarstórum gagnabanka um hegðun notenda EVE Online - enda mannleg hegðun eitt af hans helstu áhugamálum. Áður en Tryggvi settist að í Vestmannaeyjum hélt hann út til Bandaríkjanna í svokölluð ,,intelligent studies" og gekk svo í herinn. Þegar heim var komið starfaði hann meðal annars við yfirheyrslur fyrir Sérstakan saksóknara. Í dag býr hann með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum og heldur þar fyrirlestra fyrir bæjarbúau í frítíma sínum um ofurheilsu, ofurtengslanet og ofurskilvirkni: Hvernig tengist ég fólki betur sem hefur sömu markmið og ég? Hvernig næ ég þekkingu og getu úr heilanum á mér á mettíma og get ég verið heilbriðgur til 200 ára aldurs?

Feb 03, 2020
#51 - Sara Sigmundsdóttir
01:43:46

Sara er á sigurgöngu og valtar yfir hverja CrossFit keppnina á fætur annarri. Hún sigraði meðal annars The Open í þriðja skipti og Dubaii Fitness Championship nokkrum vikum síðar. Þó svo vel gangi í dag hefur Sara þurft að takast á við ansi harðan mótvind og mótlæti síðasta árið, mótlæti sem kallaði á margar breytingar sem allar miða að því að verða best í heimi.

Jan 27, 2020
#50 - Andri Snær Magnason
02:23:08

Andri Snær hóf ferilinn tvístígandi með útgáfu á ljóðabók sem seldist svo vel að hún dugði fyrir fyrstu útborgun á íbúð og sló sömuleiðis á efasemdir um val á framtíðarstarfi. Hjá minni kynslóð er Andri líklega best þekktur fyrir Söguna af bláa hnettinum, barnabók sem mamma mín las fyrir mig fyrir svefninn á sínum tíma. Nú, 20 árum síðar, gaf Andri út nýja bók, Um tímann og vatnið, sem ég treysti mér til að lesa sjálfur í þetta skiptið. Bókin er bæði hávísindaleg og stórskemmtileg, eitthvað sem hvaða rithöfundur sem er fléttar ekki auðveldlega saman.

Dec 20, 2019
#49 - Aron Einar Gunnarsson
01:56:06

Fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og leikmanni Al-Arabi var flogið beinustu leið inn í podcaststúdíóið frá Katar fyrir sérstakan hátíðarþátt hlaðvarpsins. Aron hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en í stað þess að leggjast í volæði heldur hann sér uppteknum með stífri sjúkraþjálfun, endurhæfingu og framleiðslu á nýju snyrtivörumerki sem hann þróaði með Kristbjörgu, konunni sinni, undir merkjum AK Skin Pure.

Hér verður farið yfir ferilinn, að taka við fyrirliðabandinu 23 ára gamall, andlegu hlið fótboltamannsins, breytinguna sem fylgir því að fá allt í einu borgað fyrir að spila fótbolta, höfnunina við að komast ekki á HM 2014 og símtalið við Óla Stef fyrir síðasta leik í umspili HM 2018.

Dec 17, 2019
#48 - Karen Axels
03:12:37

Karen Axelsdóttir ákvað á einu djamminu að snúa blaðinu við og byrja að hreyfa sig með því að lofa sér í ólympíska þríþraut. Margar slíkar staðhæfingar hafa komið af vörum fólks eftir nokkra drykki á slíkum kvöldum en í staðinn fyrir að vakna með samviskubit yfir orðum sínum fór hún og keypti byrjendapakka þríþrautamannsins.

Ólympísk þríþraut samanstendur af 1,5km sundi, 40km hjóli og 10km hlaupi. Önnur og töluvert vinsælli útfærsla af þríþraut gengur undir nafninu IronMan. Hún er ekki fyrir hvern sem er enda synda keppendur 3,8km í opnu vatni, hjóla 180km og eyðileggja sig svo endanlega með því að hlaupa maraþon: 42,2 kílómetra.
Ekki nóg með að vinna Ólympísku þríþrautina, nokkrum árum seinna kom Karen í mark í IronMan Austria á 9 klukkustundum og 24 mínútum, nýju Íslandsmeti… karla og kvenna. Þess má geta að Karen var 31 árs tveggja barna móðir þegar hún hóf æfingar.

 

Sagan af íþróttaferli hennar er ótrúlegur og hausinn sem þarf í svona íþrótt finnst ekki víða. Það kom því á óvart að heyra söguna af viðburðum sem Karen þurfti að takast á við seinna á ferlinum sem komust ekki nálægt erfiðleikastigi járnkarlsins að hennar sögn.

Nov 13, 2019
#47 - Björgvin Páll Gústavsson
02:23:11

Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana. Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir.

Svona hefst bókin hans Björgvins, Án filters, þar sem hann rekur átakanlega æsku sína og sínar leiðir til að takast á við áföll og aðstæður heima fyrir, leiðir sem bjuggu til karakterinn sem við horfðum á í markinu á Ólympíuleikunum en sömuleiðis manninn sem brotnaði niður fyrr á árinu og var kominn með ógeð á brjálaða handboltakarakternum.
Björgvin er búinn að eyða síðustu mánuðum í að gera upp æsku sína og segir frá því ferðalagi á mjög einlægan hátt, ásamt innrás sinni á gelmarkaðinn með Loga Geirs og sigur í nemakeppni Kornax undir handleiðslu meistara síns, Jóa Fel.

Oct 30, 2019
#46 - Pétur Jóhann Sigfússon
01:55:18

Fyndnasti maður Íslands 1999 og til dagsins í dag.

Oct 24, 2019
#45 - Bergur Ebbi
02:35:17

Maður hlustaði á hann í Sprengjuhöllinni, fór á Mið-Ísland uppistand með honum, followaði á Snapchat, las pistlana hans í blaðinu, hlustaði á hann fíla lög í hlaðvarpsformi og nú les maður bækur um gervigreind og samfélagsrýni eftir hann.

Ég ætla ekki að bregða frá þeirri staðreynd að það er þokkalega yfirþyrmandi tilfinning að fá til sín gest sem er bráðgreindur, lögfræðimenntaður og hefur hæfileikann til að standa fyrir framan fullan sal af fólki og láta það hlæja, og ætla sér að ræða við hann um nýskrifaða bók sem kafar í málefni á borð við gervigreind, samfélagsmiðla, merkingu alls og nútímann almennt.

Oct 04, 2019
#44 - Jón Jónsson
01:52:38

Tónlistarmaður, hagfræðingur, sjónvarpsþáttastjórnandi, heimilisfaðir, eiginmaður, stóri bróðir Frikka Dórs, motivational speaker, motivational musician og nú síðast maraþonhlaupari. Ekki nóg með að klára maraþon þá stimplaði hann sig inn sem einn besti maraþonhlaupari okkar Íslendinga í leiðinni.

Það verður að sjálfsögðu snert á maraþon reynslusögunni í þessum þætti - en það er ekki hægt að fá Jón hingað og tala bara um hlaup. Það væru vörusvik.

Sep 18, 2019
#43 - Anton McKee - London 2012, Rio 2016 & Tokyo 2020
01:41:13

Anton Sveinn McKee er fyrsti íslendingurinn til að ná inn á ólympíuleikana í Tokyo 2020. Þetta verða þó ekki hans fyrstu ólympíuleikar heldur þeir þriðju en Anton tók þátt í London 2012 og RIO 2016.

 

Sögurnar af frammistöðunni og upplifuninni af ólympíuleikunum 2012 og 2016 eru frábrugðnar hvor annarri og þegar leikunum í RIO 2016 var lokið, eftir að hafa eytt lífi sínu í sundlaug síðan hann var 5 ára, voru hugsanir um að vera eftir á jafnöldrum sínum í atvinnulífinu, að vera of seinn inn á vinnumarkaðinn, að hafa misst af viðburðum sem jafnaldrar hans upplifðu á meðan hann var í lauginni orðinn ríkjandi í hausnum á honum svo sundskýlan fór á hilluna og við tók fyrirtækjaráðgjöf hjá Ernst and Young úti í Bandaríkjunum.

 

Vissulega sorglegur endir á íþróttaferli en eins og gefur að skilja er erfitt að segja skilið við íþrótt sem maður hefur stundað frá barnsaldri og hvað þá ef maður stundar hana á hæsta stigi og líður eins og maður eigi ennþá eitthvað inni.

Áhuginn á sundinu kviknaði aftur í vinnuferðum innan Bandaríkjanna og æfingar í hótelsundlaugum og sms samskipti við þjálfara skiluðu Antoni einni af sinni bestu sundferðum þegar hann stakk sér til sunds á heimsmeistaramótinu í Kína núna í júlí síðastliðnum og tryggði sér farseðilinn til Tokyo.

Sep 12, 2019
#42 - Björgvin Karl 2
02:16:53

Eini sanni. Væn yfirferð yfir heimsleikana 2018 og 2019. Leynimakk Bjögga og Matt Fraser, stríðsástand eftir maraþonróðurinn og hvíldartímabil í Mexíkó.

Aug 21, 2019
#41 - Halla Tómasdóttir
02:40:51

45 dögum fyrir forsetakosningarnar 2016, sama dag og hún mældist með 1% fylgi, varð Halla Tómasdóttir forseti í eigin lífi. Sama morgun og fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda áttu sér stað mælist Halla með 2,5% fylgi en skilyrði fyrir þáttöku í kappræðunum var nákvæmlega 2,5% fylgi.

Þetta þykir ansi áhugavert í ljósi þess að lokaniðurstöður kosninganna skiluðu Höllu 2. sæti í forsetaframboði með tæplega 30% atkvæða.

Í dag er Halla búsett í New York og er forstjóri The B-Team, stofnað af Richard Branson og með stjórnarmenn á borð við Ariönnu Huffington. Fyrr á ferlinum starfaði hún við mannauðsmál og stjórnun hjá ekki minni fyrirtækjum en Pepsi og Mars í Bandraíkjunum, kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, var framkvæmdastjóri viðskiptaráðs, stofnaði Auði Capital og hefur tekið virkan þátt í samtölum um loftlagsmál og jafnrétti í heimunum.

Aug 14, 2019
Herbert Guðmundsson
01:07:19

Herbert er skemmtilegasti maður sem hægt er að hitta á förnum vegi. Það er ekkert minna en magnað hvað hann fer jákvæður í gegnum lífið þrátt fyrir ýmsa lágpunkta í sínu lífi, þar með talið eiturlyfja- og áfengisneyslu, fangelsisvist og gjaldþrot. Það er ekkert til að kvarta yfir enda dregur þetta það besta fram úr manninum og niðurstaðan er sú að vandamálin eru eldiviður framfaranna.

Jul 31, 2019
Sigurjón Ernir - Hlaup, styrkur, föstur & plöntur
01:54:47

Sigurjón Ernir er búinn að leita að öllum mögulegum leiðum í átt að árangri og situr uppi með hafsjó af fróðleik sem hann deilir með okkur í þessum þætti. Til að mynda er hann mikill talsmaður þess að fasta og fastar lotubundið á hverjum degi, hann er með ísbað úti á svölum hjá sér sem hann hoppar í á kvöldin, hann borðar ekki kjöt, hann stúderar næringarþörf sína og prógrammar æfingar fyrir sjálfan sig.

Sigurjón virðist tikka í öll boxin þegar kemur að hreyfingu, hann heldur sér í góðu formi allan ársins hring og er tilbúinn fyrir áskoranir sem eru settar fyrir framan hann að hverju sinni. Þetta snýst að sjálfsögðu ekki bara um líkamann heldur hausinn líka, það að æfa einn útí bílskúr hjá sér alla morgna byggir upp ansi þykkan skráp sem hentar vel í þrekraunir eins og 24 tíma spartan race og heimsmeistaramótið í fjallahlaupum.

Jul 24, 2019
Magnús Scheving 2/2
01:16:17

25% ASLÁTTUR Í SAFFRAN APPINU MEÐ KÓÐANUM "SNORRI"

Alinn upp á Hvammstanga og smiður að mennt. Fljótt á litið virðist þetta ekki uppskriftin af einum farsælasta frumkvöðli Íslandssögunnar og ekki batnar það þegar norðurlandameistaratitlinum í þolfimi er hent í mixið.

Magnús hefur komið víða við og segir frá því hvernig hann endaði í brjáluðu formi og á forsetalaunum sem 13 ára unglingur, Englandsferð til að reyna fyrir sér í hnefaleikum, smiðsnám frekar en arkitektúr, íþróttafræði í Noregi, þolfimikennslu í World Class og svo hvernig Latibær náði til 500 milljón heimila í 170 löndum.

Í þessari för safnaði Magnús reynslu og situr eftir með pælingar um vinnusemi, stress, skólakerfið, kosti sína og galla, menntun, þjálfunaraðferðir, sjálfstraust, árangur íslenska landsliðsins og af hverju "að setja upp svona stórt concept á heimsmælikvarða er ekki þess virði - það er einhversstaðar sem þú tapar."

Jul 17, 2019
Magnús Scheving 1/2
01:45:11

25% ASLÁTTUR Í SAFFRAN APPINU MEÐ KÓÐANUM "SNORRI"

Alinn upp á Hvammstanga og smiður að mennt. Fljótt á litið virðist þetta ekki uppskriftin af einum farsælasta frumkvöðli Íslandssögunnar og ekki batnar það þegar norðurlandameistaratitlinum í þolfimi er hent í mixið.

Magnús hefur komið víða við og segir frá því hvernig hann endaði í brjáluðu formi og á forsetalaunum sem 13 ára unglingur, Englandsferð til að reyna fyrir sér í hnefaleikum, smiðsnám frekar en arkitektúr, íþróttafræði í Noregi, þolfimikennslu í World Class og svo hvernig Latibær náði til 500 milljón heimila í 170 löndum.

Í þessari för safnaði Magnús reynslu og situr eftir með pælingar um vinnusemi, stress, skólakerfið, kosti sína og galla, menntun, þjálfunaraðferðir, sjálfstraust, árangur íslenska landsliðsins og af hverju "að setja upp svona stórt concept á heimsmælikvarða er ekki þess virði - það er einhversstaðar sem þú tapar."

Jul 10, 2019
#36 - Chris Burkard
01:08:19

25% AFSLÁTTUR Í SAFFRAN APPINU MEÐ KÓÐANUM “SNORRI”

 

Instagram styrnið, ljósmyndarinn, ævintýramaðurinn og nú síðast sigurvegari og methafi í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni: Chris Burkard, er gestur þáttarins að þessu sinni.

Chris heldur úti risastórum Instagram aðgangi þar sem hann sýnir frá ævintýrum sínum um allan heim. Mörg af þeim eiga sér stað á Íslandi en hann hefur komið hingað 34 sinnum í heildina, eitt af þeim skiptum til þess að mynda fyrir tæknirisann Apple og annað til þess að leiða Justin Bieber um landið við gerð tónlistarmyndbandsins I’ll show you.

Jul 03, 2019